Minnti foreldra á að mæta ekki - Sjö fullorðnir á fjórðungi vallar Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 15:45 Ungir iðkendur komast af stað á nýjan leik á mánudaginn undir handleiðslu þjálfara, en mamma og pabbi verða að halda sig fjarri enn um sinn. VÍSIR/VILHELM Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, minnir á að eins gleðilegt og það sé að skipulagt íþróttastarf barna hefjist aftur á mánudaginn þá verði fólk að fara varlega. Eysteinn var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag, sem fulltrúi íþróttafélaganna sem boðað hafa börn á grunn- og leikskólastigi aftur á æfingar í næstu viku. Hann segir foreldra og aðra aðstandendur verða að gæta að því að þeim sé ekki heimilt að mæta á æfingarnar. „Okkur íþróttafélögunum er sýnt mikið traust með þessari fyrstu afléttingu fyrir íþróttastarfið, og að sama skapi er þetta mikil ábyrgð sem við þurfum að sýna með því að standa í fæturna til að þetta fyrsta skref takist sem best. Við þurfum að virða öll tilmæli sem gefin hafa verið út um útfærsluna, og fara ekki of geyst af stað. Það er betra að taka eitt skref í einu í stað þess að ætla sér um of og þurfa að fara aftur á byrjunarreit,“ segir Eysteinn, en gangi allt að óskum ætla Blikar sér að halda Símamótið í júlí, stærsta krakkamót hvers fótboltasumars. „Varðandi íþróttastarfið hjá börnum og unglingum viljum við biðja til foreldra iðkenda um að virða það að engir áhorfendur eru leyfðir á æfingum og í keppni eftir þessa fyrstu afléttingu samkomubanns. Við þurfum öll að sýna ábyrgð í sameiningu. Við félögin viljum vera til fyrirmyndar, og það verða aðeins þjálfarar og aðstoðarþjálfarar á æfingum í þessum fyrsta fasa. Ábyrgðin hér liggur líka hjá foreldrum og forráðamönnum til að láta þetta ganga sem best. Það sama á við um allt mótahald í sumar, við ætlum að reyna að halda okkar striki þar og því enn mikilvægara en ella að þetta gangi sem best,“ segir Eysteinn. Tveggja metra reglan í gildi á æfingum fullorðinna Þó að börn geti snúið aftur til æfinga á mánudag verða æfingar fullorðinna ströngum skilyrðum háð enn um sinn. KSÍ bendir á heimasíðu sinni á að í fótboltanum muni leikmenn í meistaraflokki og 2. flokki geta æft sjö saman á einum fjórðungi knattspyrnuvallar, auk eins þjálfara. Þetta á við bæði í knatthöllum og utandyra. Eftirfarandi skilyrði skulu einnig höfð í huga: Mikilvægt er að hver eining hafi sinn eigin inn- og útgang Mikilvægt er að afmarka hverja einingu vel, t.d. með keilum eða borða Til þess að forðast smit milli hópa þá er mikilvægt að sömu 7 einstaklingarnir séu alltaf saman í hóp - ekki blanda hópum á æfingum eða milli æfinga Tveggja metra reglan er enn í fullu gildi Íþróttasamböndin munu funda með almannavarnadeild á morgun til að fá svör við ýmsum spurningum og Eysteinn hvetur fólk til að fara varlega af stað. „Varðandi íþróttastarfið hjá fullorðnum 16 ára og eldri, þá eru takmarkanir fleiri þar og keppni óheimil nema að hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra fjarlægðarreglu og önnur skilyrði. Að sama skapi er hér auðvelt að fara fram úr sér og það þarf ekki nema einn vitleysing sem fer ekki eftir þeim tilmælum sem sett hafa verið til að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Eysteinn. Krakkar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. 29. apríl 2020 22:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, minnir á að eins gleðilegt og það sé að skipulagt íþróttastarf barna hefjist aftur á mánudaginn þá verði fólk að fara varlega. Eysteinn var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag, sem fulltrúi íþróttafélaganna sem boðað hafa börn á grunn- og leikskólastigi aftur á æfingar í næstu viku. Hann segir foreldra og aðra aðstandendur verða að gæta að því að þeim sé ekki heimilt að mæta á æfingarnar. „Okkur íþróttafélögunum er sýnt mikið traust með þessari fyrstu afléttingu fyrir íþróttastarfið, og að sama skapi er þetta mikil ábyrgð sem við þurfum að sýna með því að standa í fæturna til að þetta fyrsta skref takist sem best. Við þurfum að virða öll tilmæli sem gefin hafa verið út um útfærsluna, og fara ekki of geyst af stað. Það er betra að taka eitt skref í einu í stað þess að ætla sér um of og þurfa að fara aftur á byrjunarreit,“ segir Eysteinn, en gangi allt að óskum ætla Blikar sér að halda Símamótið í júlí, stærsta krakkamót hvers fótboltasumars. „Varðandi íþróttastarfið hjá börnum og unglingum viljum við biðja til foreldra iðkenda um að virða það að engir áhorfendur eru leyfðir á æfingum og í keppni eftir þessa fyrstu afléttingu samkomubanns. Við þurfum öll að sýna ábyrgð í sameiningu. Við félögin viljum vera til fyrirmyndar, og það verða aðeins þjálfarar og aðstoðarþjálfarar á æfingum í þessum fyrsta fasa. Ábyrgðin hér liggur líka hjá foreldrum og forráðamönnum til að láta þetta ganga sem best. Það sama á við um allt mótahald í sumar, við ætlum að reyna að halda okkar striki þar og því enn mikilvægara en ella að þetta gangi sem best,“ segir Eysteinn. Tveggja metra reglan í gildi á æfingum fullorðinna Þó að börn geti snúið aftur til æfinga á mánudag verða æfingar fullorðinna ströngum skilyrðum háð enn um sinn. KSÍ bendir á heimasíðu sinni á að í fótboltanum muni leikmenn í meistaraflokki og 2. flokki geta æft sjö saman á einum fjórðungi knattspyrnuvallar, auk eins þjálfara. Þetta á við bæði í knatthöllum og utandyra. Eftirfarandi skilyrði skulu einnig höfð í huga: Mikilvægt er að hver eining hafi sinn eigin inn- og útgang Mikilvægt er að afmarka hverja einingu vel, t.d. með keilum eða borða Til þess að forðast smit milli hópa þá er mikilvægt að sömu 7 einstaklingarnir séu alltaf saman í hóp - ekki blanda hópum á æfingum eða milli æfinga Tveggja metra reglan er enn í fullu gildi Íþróttasamböndin munu funda með almannavarnadeild á morgun til að fá svör við ýmsum spurningum og Eysteinn hvetur fólk til að fara varlega af stað. „Varðandi íþróttastarfið hjá fullorðnum 16 ára og eldri, þá eru takmarkanir fleiri þar og keppni óheimil nema að hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra fjarlægðarreglu og önnur skilyrði. Að sama skapi er hér auðvelt að fara fram úr sér og það þarf ekki nema einn vitleysing sem fer ekki eftir þeim tilmælum sem sett hafa verið til að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Eysteinn.
Krakkar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. 29. apríl 2020 22:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25
Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. 29. apríl 2020 22:00