Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 14:06 Guðmundur Páll Jónsson stjórnarmaður í félagi smábátaeigenda á Akranesi gagnrýnir sjávarútvegsráðherra harðlega vegna stöðvunar á grásleppuveiðum. Vísir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðar á grásleppu á miðnætti. Ástæðan er að fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu fiskveiðiári verði ekki meiri en 4.646 tonn. Smábátaeigendur á Akranesi voru afar ósáttir með stöðvunina í fréttum okkar í gær og í morgun sigldu bátar út til að ná upp veiðarfærum. Guðmundur Páll Jónsson stjórnarmaður í félagi smábátaeigenda á Akranesi segir þetta fordæmalausa aðgerð. „Staðan er ekki góð. Ráðherra tekur á fimmtudag um stöðvunina sem er alltof skammur fyrirvari. Eðli málsins er að menn geta verið með net uppá 7,5 kílómetra í sjó. Það tekur tíma að ná þessum veiðafærum og afla upp og það er háð veðri, fjárlægðum. Nú eru bátar á akranesi að sækja sín síðust net eru þeir þá ólöglegir. Hvernig ætlar ráðherra að standa frammi fyrir því?, segir Guðmundur. Hann segir skiljanlegt að fara þurfi að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar en gerir athugasemdir við útfærsluna. „Ef einhver á að hafa skilning á hvernig og yfirsýn yfir hvernig þetta kemur við þessar útgerðir er það sjávarútvegsráðherra. Það að þeir séu orðnir ólöglegir núna er ótrúlegt. Það á ekki af okkur Skagamönnum að ganga varðandi þróun sjávarútvegsmála. Loksins þegar vertíð lifnar hér við Faxaflóa í Grásleppu eru veiðar stöðvaðar með alltof stuttum fyrirvara. Það er ótrúlegt að ráðherrann hafi ekki rætt við fólk áður svo menn verði ekki ólöglegir í framhaldinu“ segir Guðmundur. Hann segir að sá afli sé sóttur í dag sé með ákvörðun ráðherrans orðinn ólöglegur. Aðspurður um hvað verði þá um aflann segir Guðmundur. „Við skulum bara spyrja að leikslokum,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðar á grásleppu á miðnætti. Ástæðan er að fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu fiskveiðiári verði ekki meiri en 4.646 tonn. Smábátaeigendur á Akranesi voru afar ósáttir með stöðvunina í fréttum okkar í gær og í morgun sigldu bátar út til að ná upp veiðarfærum. Guðmundur Páll Jónsson stjórnarmaður í félagi smábátaeigenda á Akranesi segir þetta fordæmalausa aðgerð. „Staðan er ekki góð. Ráðherra tekur á fimmtudag um stöðvunina sem er alltof skammur fyrirvari. Eðli málsins er að menn geta verið með net uppá 7,5 kílómetra í sjó. Það tekur tíma að ná þessum veiðafærum og afla upp og það er háð veðri, fjárlægðum. Nú eru bátar á akranesi að sækja sín síðust net eru þeir þá ólöglegir. Hvernig ætlar ráðherra að standa frammi fyrir því?, segir Guðmundur. Hann segir skiljanlegt að fara þurfi að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar en gerir athugasemdir við útfærsluna. „Ef einhver á að hafa skilning á hvernig og yfirsýn yfir hvernig þetta kemur við þessar útgerðir er það sjávarútvegsráðherra. Það að þeir séu orðnir ólöglegir núna er ótrúlegt. Það á ekki af okkur Skagamönnum að ganga varðandi þróun sjávarútvegsmála. Loksins þegar vertíð lifnar hér við Faxaflóa í Grásleppu eru veiðar stöðvaðar með alltof stuttum fyrirvara. Það er ótrúlegt að ráðherrann hafi ekki rætt við fólk áður svo menn verði ekki ólöglegir í framhaldinu“ segir Guðmundur. Hann segir að sá afli sé sóttur í dag sé með ákvörðun ráðherrans orðinn ólöglegur. Aðspurður um hvað verði þá um aflann segir Guðmundur. „Við skulum bara spyrja að leikslokum,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15
Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32
Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00