Nýjustu reglurnar líklega afnumdar fyrst Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 18:55 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54