Hvað breytist í dag? Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 07:04 Margir verða eflaust fegnir að komast í klippingu. Vísir/vilhelm Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira