Drepast kvalafullum dauðdaga vegna olíumengunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:05 Þessa mynd af hræjunum birti Náttúrustofa Suðurlands á Facebook-síðu sinni í gær. Náttúrustofa Suðurlands Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið. Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið.
Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira