Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04
Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25