Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04
Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25