Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04
Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25