Lífið

Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri Týr tók vel á móti Víði Reynissyni.
Andri Týr tók vel á móti Víði Reynissyni. vísir/vilhelm

Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný.

Hárgreiðslumenn mega til að mynda taka fram skærin í dag og taka á móti viðskiptavinum, eitthvað sem þeir hafa ekki mátt vikum saman.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, var meðal fyrstu viðskiptavina á rakarastofunni Herramenn í Hamraborginni  klukkan níu í morgun.

Víðir fékk hársnyrtingu frá hárgreiðslumanninum Andra Tý Kristleifssyni og var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari mættur á staðinn í morgun til að fanga þessi tímamót eins og sjá má hér að neðan.

Það var fullt út úr dyrum hjá Herramönnum strax í morgun. vísir/vilhelm
Víðir er fastakúnni hjá Herramönnum. vísir/vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.