Þórunn full tilhlökkunar að snúa aftur á þing eftir veikindaleyfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:04 Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira