Þórunn full tilhlökkunar að snúa aftur á þing eftir veikindaleyfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:04 Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira