Hafþór um bardagann gegn Hall: „Sé þetta fyrir mér að ég roti hann í fyrstu lotu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 20:00 Hafþór ætlar að ganga frá Eddie í 1. lotu í Las Vegas á næsta ári. vísir/s2s Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Box Sportið í dag Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Box Sportið í dag Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira