Ætla að hefja skemmtiferðasiglingar í ágúst Andri Eysteinsson skrifar 4. maí 2020 23:22 Skemmtiferðaskip við höfn í borginni Tampa í Flórída. AP/Chris O'Meara Skemmtiferðaskipaútgerðin Carnival Cruise Line ætlar að hefja áætlunarferðir sínar í Norður Ameríku að nýju í ágúst. Skip fyrirtækisins munu leggja af stað í ferðir um Karíbahafið frá höfnum í Galveston í Texas og í Port Canaveral í Flórída í kringum mánaðamótin júlí – ágúst. Þegar að brottför kemur verða liðnir fimm mánuðir frá því að starfsemi stöðvaðist vegna faraldurs kórónuveirunnar. Aðrar ferðir, til Ástralíu og til Havaí, verður annaðhvort aflýst eða frestað enn frekar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf út tilskipun um miðjan mars-mánuð þar sem skemmtiferðasiglingar voru settar á ís og mun bannið standa til 24. júlí hið minnsta. Í faraldrinum hefur sést að smit getur auðveldlega dreifst um skemmtiferðaskip og segja forráðamenn Carnival Cruise Line að vinna sé í gangi við að kortleggja smitleiðir og ákvarða hvaða aðgerðir munu henta best þegar siglingar hefjast að nýju. „Það þyrfti að viðhalda fjarlægð á milli manna. Mjög ósennilegt að hægt verði að halda dansleiki, tónleika og annarskonar skemmtanir á bátnum,“ segir Tara Smith, smitsjúkdómafræðingur hjá Kent State Háskólanum í samtali við AP. „Sundlaugar yrðu eflaust yfirfullar og ég hef ekki hugmynd hvernig fyrirkomulag verði á matartíma,“ sagði Smith. Carnival Cruise Line er rekið út frá Miami í Flórída og sigla 27 skemmtiferðaskip undir merkjum félagsins. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru á þá leið að hægt yrði að hefja siglingar að nýju 10. Apríl. Það gekk ekki upp. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er þó sögð sterk og telja stjórnarmenn að fyrirtækið geti lifað af út árið þrátt fyrir að hagnaður vegna siglinga stöðvist. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Skemmtiferðaskipaútgerðin Carnival Cruise Line ætlar að hefja áætlunarferðir sínar í Norður Ameríku að nýju í ágúst. Skip fyrirtækisins munu leggja af stað í ferðir um Karíbahafið frá höfnum í Galveston í Texas og í Port Canaveral í Flórída í kringum mánaðamótin júlí – ágúst. Þegar að brottför kemur verða liðnir fimm mánuðir frá því að starfsemi stöðvaðist vegna faraldurs kórónuveirunnar. Aðrar ferðir, til Ástralíu og til Havaí, verður annaðhvort aflýst eða frestað enn frekar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf út tilskipun um miðjan mars-mánuð þar sem skemmtiferðasiglingar voru settar á ís og mun bannið standa til 24. júlí hið minnsta. Í faraldrinum hefur sést að smit getur auðveldlega dreifst um skemmtiferðaskip og segja forráðamenn Carnival Cruise Line að vinna sé í gangi við að kortleggja smitleiðir og ákvarða hvaða aðgerðir munu henta best þegar siglingar hefjast að nýju. „Það þyrfti að viðhalda fjarlægð á milli manna. Mjög ósennilegt að hægt verði að halda dansleiki, tónleika og annarskonar skemmtanir á bátnum,“ segir Tara Smith, smitsjúkdómafræðingur hjá Kent State Háskólanum í samtali við AP. „Sundlaugar yrðu eflaust yfirfullar og ég hef ekki hugmynd hvernig fyrirkomulag verði á matartíma,“ sagði Smith. Carnival Cruise Line er rekið út frá Miami í Flórída og sigla 27 skemmtiferðaskip undir merkjum félagsins. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru á þá leið að hægt yrði að hefja siglingar að nýju 10. Apríl. Það gekk ekki upp. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er þó sögð sterk og telja stjórnarmenn að fyrirtækið geti lifað af út árið þrátt fyrir að hagnaður vegna siglinga stöðvist.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira