Dauðsföllum fækkar og skuldastaðan versnar vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:59 Íbúar New York reyna að láta daglegt líf ganga sinn vanagang þrátt fyrir að ríkið hafi orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum. Roy Rochlin/Getty Images Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira