Dauðsföllum fækkar og skuldastaðan versnar vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:59 Íbúar New York reyna að láta daglegt líf ganga sinn vanagang þrátt fyrir að ríkið hafi orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum. Roy Rochlin/Getty Images Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira