Evra: Ronaldo var á leiðinni aftur til United rétt áður en Ferguson hætti Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 10:30 Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo. Mynd/AFP Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson hafði hugsað sér að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins skömmu áður en hann hætti sumarið 2013. Þetta sagði Evra í samtali við hlaðvarp United. Portúgalinn fór frá United árið 2009 fyrir 80 milljónir punda og varð strax goðsögn á Bernabeu en samband hans og Jose Mourinho var ekki uppi á marga fiska tímabilið 2012/2013. Sá skoski vildi þá fá Ronaldo og þáverandi leikmenn Tottenham, Gareth Bale, til Man. United. „Þú talar um hvað hafi verið erfiðasta augnablikið á United-ferlinum. Ég held að þegar Ferguson hætti sé það erfiðasta. Tveimur vikur áður voru fjölmiðlarnir að segja að hann myndi kannski hætta á næsta ári en hann sagði við mig: Patrice, ég mun aldrei hætta. Ég verð hér í önnur tíu ár,“ sagði Evra í hlaðvarpi United. „Hann sagði svo: Ég er 99% viss um að við munum fá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Ég þarf bara þessa tvo leikmenn til þess að vinna Meistaradeildina aftur. 99%. Og til þess að vera sanngjarn, þegar ég talaði við Ronaldo og spurði hann þá hafði hann sagt já við stjórann. Hann var að koma til United. Hann sagði mér þetta.“ 'I'm 99 per cent sure we'll have Ronaldo & Bale' - Ferguson was close to huge Man Utd transfers, reveals Evra https://t.co/ufioHV1kG9 pic.twitter.com/2z1GTNEU0A— Goal Africa (@GoalAfrica) May 5, 2020 Mourinho var svo rekinn frá Real Madrid sem breytti stöðu Ronaldo hjá Real Madrid og hann átti síðan mögnuð ár eftir það. Gareth Bale fór sömu leið og Ronaldo og gekk í raðir spænska liðsins en Evra rifjar upp þegar Ferguson kvaddi leikmennina. Það voru tveir leikmenn sem fengu hálfgerða afsökunarbeiðni. „Tveimur vikum seinna vorum við í búningsklefanum. Þegar við komum á Carrington, sá ég allar myndavélarnar og hugsaði: Einhver hefur gert einhver mistök. Við erum í vandræðum en þegar ég kom sagði fólkið að við þyrftum að hvera inn í klefa því stjórinn vill tala við ykkur og þegar það gerist eru það aldrei góðar fréttir.“ „Hann kom og sagði að hann væri mjög vonsvikinn. Einhverjir hefðu sagt að hann myndi hætta á undan honum sjálfum. Það var þess vegna sem allar þessar myndavélar voru en hann sagðist þurfa hætta því konan hans þarfnaðist hann.“ „Hann bað Robin Van Persie og Shinji Kagawa afsökunar því hann hafði nýlega keypt þá,“ sagði Evra. Patrice Evra x Sir Alex Ferguson was a chemistry made in heaven #MUFC pic.twitter.com/Wt3LdTlRh0— Centre Devils (@CentreDevils) May 4, 2020 Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson hafði hugsað sér að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins skömmu áður en hann hætti sumarið 2013. Þetta sagði Evra í samtali við hlaðvarp United. Portúgalinn fór frá United árið 2009 fyrir 80 milljónir punda og varð strax goðsögn á Bernabeu en samband hans og Jose Mourinho var ekki uppi á marga fiska tímabilið 2012/2013. Sá skoski vildi þá fá Ronaldo og þáverandi leikmenn Tottenham, Gareth Bale, til Man. United. „Þú talar um hvað hafi verið erfiðasta augnablikið á United-ferlinum. Ég held að þegar Ferguson hætti sé það erfiðasta. Tveimur vikur áður voru fjölmiðlarnir að segja að hann myndi kannski hætta á næsta ári en hann sagði við mig: Patrice, ég mun aldrei hætta. Ég verð hér í önnur tíu ár,“ sagði Evra í hlaðvarpi United. „Hann sagði svo: Ég er 99% viss um að við munum fá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Ég þarf bara þessa tvo leikmenn til þess að vinna Meistaradeildina aftur. 99%. Og til þess að vera sanngjarn, þegar ég talaði við Ronaldo og spurði hann þá hafði hann sagt já við stjórann. Hann var að koma til United. Hann sagði mér þetta.“ 'I'm 99 per cent sure we'll have Ronaldo & Bale' - Ferguson was close to huge Man Utd transfers, reveals Evra https://t.co/ufioHV1kG9 pic.twitter.com/2z1GTNEU0A— Goal Africa (@GoalAfrica) May 5, 2020 Mourinho var svo rekinn frá Real Madrid sem breytti stöðu Ronaldo hjá Real Madrid og hann átti síðan mögnuð ár eftir það. Gareth Bale fór sömu leið og Ronaldo og gekk í raðir spænska liðsins en Evra rifjar upp þegar Ferguson kvaddi leikmennina. Það voru tveir leikmenn sem fengu hálfgerða afsökunarbeiðni. „Tveimur vikum seinna vorum við í búningsklefanum. Þegar við komum á Carrington, sá ég allar myndavélarnar og hugsaði: Einhver hefur gert einhver mistök. Við erum í vandræðum en þegar ég kom sagði fólkið að við þyrftum að hvera inn í klefa því stjórinn vill tala við ykkur og þegar það gerist eru það aldrei góðar fréttir.“ „Hann kom og sagði að hann væri mjög vonsvikinn. Einhverjir hefðu sagt að hann myndi hætta á undan honum sjálfum. Það var þess vegna sem allar þessar myndavélar voru en hann sagðist þurfa hætta því konan hans þarfnaðist hann.“ „Hann bað Robin Van Persie og Shinji Kagawa afsökunar því hann hafði nýlega keypt þá,“ sagði Evra. Patrice Evra x Sir Alex Ferguson was a chemistry made in heaven #MUFC pic.twitter.com/Wt3LdTlRh0— Centre Devils (@CentreDevils) May 4, 2020
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira