Ekki hósta! Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:00 Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun