Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 12:00 Michael Jordan treður boltanum með tilþrifum í körfuna í leik með Chicago Bulls. Getty/Craig Hacker Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls. NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls.
NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira