Ekki heyrt af stórum brotum á samkomutakmörkunum í gærkvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 12:01 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segist ekki vita til þess að í gærkvöldi hafi verið mikið um brot á samkomutakmörkunum. „Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira