„Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 23:26 Bayle Gelle sýnir fjölmiðlum mynd af Dolal Idd, 22 ára syni hans, sem lögregla í Minneapolis skaut til bana á miðvikudag. Chao Xiong/Star Tribune/AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00
Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59
Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06