Gerrard segir hinn 38 ára McGregor í heimsklassa Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2021 15:00 Gerrad á hliðarlínunni á Ibrox leikvanginum fræga í gær. Ian MacNicol/Getty Images Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers í skosku úrvalsdeildinni. Liðið vann grannaslaginn gegn Celtic í gær og er nú með nítján stigum meira en grannarnir. Rangers hafði betur 1-0 en markið var sjálfsmark tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það var þó markvörðurinn Allan McGregor sem fékk allt hrós Gerrard í leikslok. „Þetta snýst allt saman um úrslit og það er gott að við vinnum þegar við erum ekki upp á okkar besta,“ voru fyrstu viðbrögð fyrrum Liverpool fyrirliðans í leikslok. „McGregor var ótrúlegur. Hann er heimsklassa markvörður og maður getur treyst á hann. Ég vissi það fyrir fram af hverju hann hefur verið mikilvægur hér en nú sé ég það enn betur.“ Steven Gerrard hails world-class Old Firm display from Allan McGregorhttps://t.co/Wx2ItbS7JL.— PA Dugout (@PAdugout) January 2, 2021 Eins og áður segir er Rangers nú á toppi deildarinnar, með nítján stigum meira en Celtic, sem á þó þrjá leiki til góða. Gerrard er því ekki farinn að fagna. „Núna horfum við í leikinn gegn Aberdeen og það eru fullt af hindrunum framundan. Í dag snérist þetta um að senda merki og nú byrjar tímabilið hjá okkur,“ sagði Gerrard. Flestir kannast væntanlega við McGregor úr enska boltanum en hann lék 141 leik fyrir Hull á sínum tíma. Einnig lék hann fyrir Cardiff eitt tímabilið áður en hann snéri aftur heim til Rangers árið 2018. Skoski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Rangers hafði betur 1-0 en markið var sjálfsmark tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það var þó markvörðurinn Allan McGregor sem fékk allt hrós Gerrard í leikslok. „Þetta snýst allt saman um úrslit og það er gott að við vinnum þegar við erum ekki upp á okkar besta,“ voru fyrstu viðbrögð fyrrum Liverpool fyrirliðans í leikslok. „McGregor var ótrúlegur. Hann er heimsklassa markvörður og maður getur treyst á hann. Ég vissi það fyrir fram af hverju hann hefur verið mikilvægur hér en nú sé ég það enn betur.“ Steven Gerrard hails world-class Old Firm display from Allan McGregorhttps://t.co/Wx2ItbS7JL.— PA Dugout (@PAdugout) January 2, 2021 Eins og áður segir er Rangers nú á toppi deildarinnar, með nítján stigum meira en Celtic, sem á þó þrjá leiki til góða. Gerrard er því ekki farinn að fagna. „Núna horfum við í leikinn gegn Aberdeen og það eru fullt af hindrunum framundan. Í dag snérist þetta um að senda merki og nú byrjar tímabilið hjá okkur,“ sagði Gerrard. Flestir kannast væntanlega við McGregor úr enska boltanum en hann lék 141 leik fyrir Hull á sínum tíma. Einnig lék hann fyrir Cardiff eitt tímabilið áður en hann snéri aftur heim til Rangers árið 2018.
Skoski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira