„Jamal Musaila er besti enski leikmaðurinn sem þú hefur aldrei heyrt um“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2021 10:01 Jamal Musiala í leik með Bayern gegn Leverkusen skömmu fyrir jól. Alex Gottschalk/Getty Það eru væntanlega fáir sem þekkja til Englendingsins Jamal Musiala en þessi sautján ára leikmaður er á mál hjá Bayern Munchen þar sem hann er búinn að brjótast inn í aðallið félagsins. Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020 Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira