„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 11:38 Það er ekki bara fjöldi fólks sem nú streymir til landsins eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Líkt og sjá má á þessari mynd úr brottfararsal í Keflavík voru einnig nokkuð margir á leið úr landi í morgun eftir að hafa varið jólunum á Íslandi. Vísir/Erla Björg Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira