„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 11:38 Það er ekki bara fjöldi fólks sem nú streymir til landsins eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Líkt og sjá má á þessari mynd úr brottfararsal í Keflavík voru einnig nokkuð margir á leið úr landi í morgun eftir að hafa varið jólunum á Íslandi. Vísir/Erla Björg Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira