Erlent

Fyrsti sjúk­lingurinn sem lagður er inn á sjúkra­hús vegna Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Nuuk í Grænlandi. Alls hafa 27 nú greinst smitaðir af kórónuveirunni á Grænlandi frá upphafi faraldursins.
Frá Nuuk í Grænlandi. Alls hafa 27 nú greinst smitaðir af kórónuveirunni á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Getty

Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi.

Landlæknir Grænlands segir að umræddur sjúklingur hafi komið til landsins frá Danmörku 29. dag desembermánaðar og verið lagður inn á Sjúkrahús Ingiríðar drottningar í Nuuk á gamlársdag þar sem honum er nú haldið í einangrun.

Alls hafa 27 smitast af kórónuveirunni á Grænlandi frá upphafi kórónufaraldursins og hafa engin dauðsföll verið rakin þar til Covid-19.

Reiknað er með að bólusetning hefjist á Grænlandi á morgun þar sem íbúi á hjúkrunarheimili verður fyrstur í röðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×