Norðmenn herða reglur: Mest fimm megi koma saman og sala áfengis bönnuð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 16:56 Þótt bólusetning sé hafin í Noregi er baráttunni við covid-19 hvergi lokið í Noregi frekar en annars staðar í heiminum. EPA/Fredrik Hagen Norsk stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar nú í kvöld þar sem hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði kynntar. Norska blaðið VG greinir frá því að samkvæmt nýjum reglum muni að hámarki fimm koma saman í einkasamkvæmum auk þess sem reglur um sölu áfengis verði hertar. Smituðum hefur farið fjölgandi í Noregi að undanförnu líkt og víða annars staðar. Samkvæmt frétt VG munu nýjar reglur gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Reglurnar feli meðal annars í sér að mest fimm megi koma saman í einkasamkvæmum, mest tíu á viðburðum innanhúss en allt að tvö hundruð þar sem fólk getur setið í merktum sætum. Eins megi að hámarki tvö hundruð koma saman utandyra en sex hundruð þar sem fólk situr í merktum sætum. Þá mega aðeins tíu koma saman til kirkju og trúarathafna og veitingastöðum verður bannað að selja áfengi. „Við teljum líklegt að við stefnum í vaxandi fjölda smitaðra,“ segir í tilkynningu heilbrigðisyfirvalda í Noregi. „Það er jafnframt áhyggjuefni að greinst hafa fleiri tilfelli af breska afbrigðinu í Noregi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Blaðamannafundurinn hefst klukkan sex í kvöld að Norskum tíma, eða núna klukkan fimm að íslenskum tíma. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Smituðum hefur farið fjölgandi í Noregi að undanförnu líkt og víða annars staðar. Samkvæmt frétt VG munu nýjar reglur gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Reglurnar feli meðal annars í sér að mest fimm megi koma saman í einkasamkvæmum, mest tíu á viðburðum innanhúss en allt að tvö hundruð þar sem fólk getur setið í merktum sætum. Eins megi að hámarki tvö hundruð koma saman utandyra en sex hundruð þar sem fólk situr í merktum sætum. Þá mega aðeins tíu koma saman til kirkju og trúarathafna og veitingastöðum verður bannað að selja áfengi. „Við teljum líklegt að við stefnum í vaxandi fjölda smitaðra,“ segir í tilkynningu heilbrigðisyfirvalda í Noregi. „Það er jafnframt áhyggjuefni að greinst hafa fleiri tilfelli af breska afbrigðinu í Noregi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Blaðamannafundurinn hefst klukkan sex í kvöld að Norskum tíma, eða núna klukkan fimm að íslenskum tíma. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira