„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. janúar 2021 19:02 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11
Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43