„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. janúar 2021 19:02 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11
Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43