Enski boltinn

Lampard: Búið spil í hálfleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þungt hugsi.
Þungt hugsi. vísir/Getty

Chelsea átti ekki roð í Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðin áttust við á Stamford Bridge í Lundúnum.

Leiknum lauk með 1-3 sigri Man City og Frank Lampard, stjóri Chelsea, var að vonum vonsvikinn í leikslok.

„Við gerðum mistök, einstaklingsmistök og vorum of langt frá þeim. Þeir refsuðu okkur fyrir það,“ sagði Lampard sem viðurkennir að úrslitin hafi í raun verið ráðin eftir fyrri hálfleikinn.

„Við náðum að keppa við þá í síðari hálfleik en í stöðunni 0-3 var leikurinn nánast búinn. Ég ætla ekki að tala upp síðustu 20 mínúturnar hjá okkur því leikurinn breytist í stöðunni 0-3. Ég vildi samt sjá viðbrögð frá mínu liði,“ sagði Lampard.

Chelsea eyddi háum fjárhæðum í leikmannakaup síðasta sumar og er pressan heldur betur farin að aukast á Lampard sem er á sínu öðru ári í stjórastólnum hjá Chelsea.

„Ég vil ekki rífa mitt lið niður. Þetta var sársaukafullt í fyrri hálfleiknum af því að þeir voru í þeim gæðaflokki sem við verðum að stefna að því að komast. Við brugðumst við í síðari hálfleik en við þurfum að vinna í okkar leik,“ sagði Lampard.


Tengdar fréttir

Man City kláraði Chelsea í fyrri hálfleik

Manchester City þurfti ekki langan tíma til að ganga frá Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Stamford Bridge í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×