Anníe Mist um erfiðasta árið á ævinni og ótrúlega árið sem er framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti á árinu 2021. Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira