Ráðningin til marks um aukna áherslu á stafræna þróun Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2021 15:36 Óhætt er að segja að Bónus, dótturfélag Haga, sé eftirbátur margra samkeppnisaðila sinna þegar kemur að stafrænni þróun. Vísir/Vilhelm Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá verslunarfyrirtækinu Högum. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð. Verslun Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð.
Verslun Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira