Meira en fjórir klukkutímar af fótbolta síðan að Liverpool skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 09:30 Það hefur ekkert gengið upp hjá Mohamed Salah í síðustu leikjum. AP/Michael Steele Mikil umræða hefur verið um skort á varnarmönnum hjá Liverpool liðinu á þessu tímabili en það eru sóknarmennirnir sem eru að skjóta púðurskotum. Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira