Öllum verslunum nú óheimilt að selja plastpoka Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 11:46 Banninu er ætlað að draga úr plastnotkun. Vísir/Vilhelm Um áramótin tóku í gildi reglur sem banna afhendingu plastburðarpoka í verslunum. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Lög um bann samþykkt í maí Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september síðastliðnum og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Seinni áfangi laganna tók gildi nú um áramótin og nær plastpokabannið til allra verslana eða eins og það er orðað í lögunum: „Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara.“ Ganga lengra en lágmarkskröfur Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að plastpokabannið sé í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum. Er bannið einnig meðal þeirra tillagna sem samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í loks árs 2018. Í samráðsvettvangnum áttu sæti m.a. fulltrúar atvinnulífsins, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis og ráðuneyta. Er löggjöfinni ætlað að vera liður í því að draga almennt úr notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og draga úr plastmengun. Lögin ganga lengra en lágmarkskröfur tilskipunar Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Í tilskipuninni er ríkjum heimilt að undanskilja þynnstu pokana en eru hvött til þess að gera það ekki. „Banni við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandamálinu, heldur ein aðgerð af mörgum. Hér er um mikilvægt skref að ræða, flest fólk kaupir til dæmis reglulega í matinn og ber vörurnar heim í pokum. Aðgerðin snertir þannig daglegt líf okkar og eykur vitund okkar um plast og notkun þess í okkar daglega lífi,“ segir á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ráðuneytið hvetur fólk sem er vant því að nota plastpoka undir heimilissorp til að nota poka undan brauði, öðrum vörum eða nota lífbrjótanlega poka. Annars standi fólki til boða að kaupa plastpoka í rúllum líkt og áður. Verslun Umhverfismál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Lög um bann samþykkt í maí Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september síðastliðnum og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Seinni áfangi laganna tók gildi nú um áramótin og nær plastpokabannið til allra verslana eða eins og það er orðað í lögunum: „Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara.“ Ganga lengra en lágmarkskröfur Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að plastpokabannið sé í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum. Er bannið einnig meðal þeirra tillagna sem samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í loks árs 2018. Í samráðsvettvangnum áttu sæti m.a. fulltrúar atvinnulífsins, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis og ráðuneyta. Er löggjöfinni ætlað að vera liður í því að draga almennt úr notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og draga úr plastmengun. Lögin ganga lengra en lágmarkskröfur tilskipunar Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Í tilskipuninni er ríkjum heimilt að undanskilja þynnstu pokana en eru hvött til þess að gera það ekki. „Banni við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandamálinu, heldur ein aðgerð af mörgum. Hér er um mikilvægt skref að ræða, flest fólk kaupir til dæmis reglulega í matinn og ber vörurnar heim í pokum. Aðgerðin snertir þannig daglegt líf okkar og eykur vitund okkar um plast og notkun þess í okkar daglega lífi,“ segir á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ráðuneytið hvetur fólk sem er vant því að nota plastpoka undir heimilissorp til að nota poka undan brauði, öðrum vörum eða nota lífbrjótanlega poka. Annars standi fólki til boða að kaupa plastpoka í rúllum líkt og áður.
Verslun Umhverfismál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira