Mourinho sammála því að leikurinn í kvöld sé sá mikilvægasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 14:00 Jose Mourinho hefur unnið marga titla á sínum stjóraferli en hann á enn eftir að vinna titil sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur. AP/Andy Rain Tottenham getur tryggt sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins með sigri á b-deildarliði Brentford í kvöld. Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti