Trent tókst að tapa boltanum 38 sinnum á aðeins 77 mínútum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 19:30 Trent Alexander-Arnold talar við Jürgen Klopp í leiknum á móti Southampton í gær. Getty/Andrew Powell Trent Alexander-Arnold hefur átt mjög erfitt uppdráttar á þessu tímabili og bakvörðurinn er að koma illa út í tölfræðinni. Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta. Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta.
Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira