Enski boltinn

Fyrrum enskur landsliðsmaður látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bell í leik með City á sínum tíma.
Bell í leik með City á sínum tíma. heimasíða manchester city

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn og leikmaður Manchester City, Colin Bell, er látinn 74 ára að aldri eftir stutta baráttu við veikindi.

Bell lék 498 leiki fyrir City á þrettán ára tímabili hjá félaginu þar sem hann vann meðal annars ensku fyrstu deildina [þá úrvalsdeildin], enska bikarinn, deildarbikarinn og Evrópukeppni bikarhafa.

Hann skoraði níu mörk í 48 leikjum fyrir enska landsliðið og var í hópi Englands á HM árið 1970.

Nafn Colin er enn reglulega sungið meðal stuðningsmanna City og árið 2004 var stúka á Etihad leikvanginum nefnd eftir Colin.

Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Man. City, sendir fjölskyldu og vinum samúðarkveðjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×