Segir að Klopp hafi breyst úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 12:31 Jürgen Klopp hefur haft yfir mörgu að kvarta undanfarnar vikur og á sama tíma er liðið hans ekki líkt sjálfu sér inn á vellinum. EPA-EFE/Peter Powell Það hefur verið mikið basl á Englandsmeisturum Liverpool að undanförnu og þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp þykir orðið kvarta heldur mikið að mati margra sem fylgjast með enska boltanum. Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira