„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2021 11:31 Særún var samskiptastjóri Haga sem meðal annars reka verslanirnar Hagkaup og Bónus. Vísir Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021 Vistaskipti Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021
Vistaskipti Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira