Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 13:51 Hollenskir heilbrigðisstarfsmenn fengu fyrsta skammtinn í dag. AP/Piroschka van de Wouw Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. Í frétt BBC eru ástæðurnar fyrir töfunum meðal annars raktar til þess að uppfæra hafi þurft tölvukerfi svo fylgjast mætti með tímapöntunum og hvaða bóluefni væri gefið hverjum. Veðjuðu á Oxford-bóluefnið Líkt og önnnur ríki innan ESB fékk Holland sendingu af bóluefni Pfizers og BioNTech þann 27. desember síðastliðinn. Ekki tókst hins vegar að dreifa bóluefninu innanlands fyrr en síðustu daga þar sem heilbrigðisyfirvöld í Hollandi höfðu reiknað með að bóluefni Oxford/AstraZeneca yrði fyrst á markað. Geyma þarf bóluefni Pfizer og BioNTech í -80 gráðu frosti og höfðu yfirvöld í Hollandi ekki gert nægjanlegar ráðstafanir til þess að geta tryggt hitastigið við dreifingu innan Hollands, að því er segir í frétt BBC. Hollenski heilbrigðisráðherrann Hugo de Jonge, klappar hér fyrir Sanna Elkadiri, sem varð sú fyrsta til að fá bólusetningu gegn Covid-19 í Hollandi í dag.(Piroschka van de Wouw/Pool via AP) Hefur ríkisstjórnin verið harðlega gagnrýnd vegna seinagangsins. Stjórnarandstaðan, sem gírar sig upp fyrir þingkosningar í mars, sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, vera bæði kaotískar og undarlegar. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra Hollands, hefur tekið á sig mestu gagnrýnina vegna málsins. Hann hefur reynt að verja sig með því að benda á að ríki heimsins séu ekki í keppni varðandi bólusetningu. Hann hefur þó viðurkennt að hann hefði getað brugðist hraðar við og að undirbúningurinn hefði mátt vera betri. Bólusetningar hófust sem fyrr segir í dag. Þrjátíu þúsund heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir í fyrstu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Í frétt BBC eru ástæðurnar fyrir töfunum meðal annars raktar til þess að uppfæra hafi þurft tölvukerfi svo fylgjast mætti með tímapöntunum og hvaða bóluefni væri gefið hverjum. Veðjuðu á Oxford-bóluefnið Líkt og önnnur ríki innan ESB fékk Holland sendingu af bóluefni Pfizers og BioNTech þann 27. desember síðastliðinn. Ekki tókst hins vegar að dreifa bóluefninu innanlands fyrr en síðustu daga þar sem heilbrigðisyfirvöld í Hollandi höfðu reiknað með að bóluefni Oxford/AstraZeneca yrði fyrst á markað. Geyma þarf bóluefni Pfizer og BioNTech í -80 gráðu frosti og höfðu yfirvöld í Hollandi ekki gert nægjanlegar ráðstafanir til þess að geta tryggt hitastigið við dreifingu innan Hollands, að því er segir í frétt BBC. Hollenski heilbrigðisráðherrann Hugo de Jonge, klappar hér fyrir Sanna Elkadiri, sem varð sú fyrsta til að fá bólusetningu gegn Covid-19 í Hollandi í dag.(Piroschka van de Wouw/Pool via AP) Hefur ríkisstjórnin verið harðlega gagnrýnd vegna seinagangsins. Stjórnarandstaðan, sem gírar sig upp fyrir þingkosningar í mars, sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, vera bæði kaotískar og undarlegar. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra Hollands, hefur tekið á sig mestu gagnrýnina vegna málsins. Hann hefur reynt að verja sig með því að benda á að ríki heimsins séu ekki í keppni varðandi bólusetningu. Hann hefur þó viðurkennt að hann hefði getað brugðist hraðar við og að undirbúningurinn hefði mátt vera betri. Bólusetningar hófust sem fyrr segir í dag. Þrjátíu þúsund heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir í fyrstu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00