Enski boltinn

Keane segir að Fernandes sé enginn Cantona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruno Fernandes lét lítið fyrir sér fara í Manchester-slagnum í gær.
Bruno Fernandes lét lítið fyrir sér fara í Manchester-slagnum í gær. getty/Simon Stacpoole

Roy Keane gagnrýndi Bruno Fernandes eftir tap Manchester United fyrir Manchester City, 0-2, í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Fernandes hefur verið frábær síðan hann kom til United frá Sporting fyrir ári og honum hefur meðal annars verið líkt við Eric Cantona. Eftir leikinn í gær sagði Keane að sá samanburður ætti ekki rétt á sér. 

„Það er ekki auðvelt að vinna titla. Fernandes hefur fengið mikið hrós síðustu mánuði og fólk hefur líkt honum við Cantona. Hann gerði ekki mikið í kvöld,“ sagði Keane.

„Bestu leikmennirnir stíga fram og láta til sín taka í stóru leikjunum. Það gerði Cantona og þeir unnu titla. Þetta lið skortir það. Þeir þurfa kannski einn til tvo leikmenn til viðbótar í hópinn, engin spurning, og hugarfar sigurvegarans og sjálfstraust til að komast yfir línuna.“

United hefur nú tapað fjórum undanúrslitaviðureignum í röð, eða öllum sem liðið hefur komist í undir stjórn Ole Gunnars Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×