Enski boltinn

Bikarleikur Liverpool í hættu eftir hópsmit hjá Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emiliano Martinez markvörður Aston Villa í deildarleik Aston Villa og Liverpool á Villa Park 4, október síðastliðinn.
Emiliano Martinez markvörður Aston Villa í deildarleik Aston Villa og Liverpool á Villa Park 4, október síðastliðinn. Getty/Catherine Ivill

Aston Villa hefur lokað æfingasvæði sínu eftir að upp komu fjöldi kórónuveirusmita hjá félaginu.

Aston Villa á að mæta Liverpool í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á föstudagskvöldið en nú er sá leikur í hættu.

Aston Villa staðfesti í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum að fjöldi kórónuveirusmita hafi komið upp meðal leikmanna og starfsmanna aðalliðsins sem höfðu verið prófaðir bæði á mánudaginn og þriðjudaginn.

Síðasta æfing liðsins, fyrir leikinn á móti Liverpool á morgun, átti að fara fram í dag en var frestað. Blaðamannafundi knattspyrnustjóra liðsins var einnig frestað.

Viðræður eru nú í gangi milli félagsins, enska knattspyrnusambandsins og ensku úrvalsdeildarinnar um hvernig eigi að bregðast við þessu og hvort þurfi nú að fresta leikjum Villa á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×