Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2021 17:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að ákvörðunin geti verið fordæmisgefandi. Vísir Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu. Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu.
Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira