Guðni staðfestir að hafa rætt við Håreide og að nafn Solbakken hafi komið til umræðu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 07:01 Guðni átti í viðræðum við Åge og fyrrum FCK-þjálfarinn Ståle Solbakken var einnig á blaði. getty/mike egerton/vísir/vilhelm/getty/lars ronbog Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hann hafi rætt við Norðmanninn Åge Hareide og að nafn Ståle Solbakken hafi komið upp, í þjálfaraleitinni hjá íslenska karlalandsliðinu. Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó