Lífið

Leikari úr Bráða­vaktinni látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Deezer D, sem hét Dearon Thompson réttu nafni, birtist í rúmlega tvö hundruð þáttum af Bráðavaktinni á árunum 1994 til 2009. Myndin er frá árinu 1997.
Deezer D, sem hét Dearon Thompson réttu nafni, birtist í rúmlega tvö hundruð þáttum af Bráðavaktinni á árunum 1994 til 2009. Myndin er frá árinu 1997. Getty

Bandaríski leikarinn Deezer D, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Malik McGrath í Bráðavaktinni, eða ER, er látinn. Hann varð 55 ára.

TMZ greinir frá þessu, en Deezer D, sem hét Dearon Thompson réttu nafni, birtist í rúmlega tvö hundruð þáttum af Bráðavaktinni á árunum 1994 til 2009.

Haft er eftir fjölskyldu leikarans að hann hafi fundist látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær og að talið sé að hann hafi fengið hjartaáfall. Leikarinn gekkst undir hjartaaðgerð árið 2009.

Deezer D starfaði ekki einungis leikari heldur einnig sem rappari og fyrirlesari.

Þó að hafa verið þekktastur fyrir hlutverk sitt í Bráðavaktinni fór Deezer D einnig með hlutverk í Romy and Michele og í kvikmyndunum CB4 og Fear of a Black Hat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.