Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 14:48 Verslunarmenn fögnuðu því þegar fjöldatakmörk í verslunum voru rýmkuð í desember. Fyrirhugaðar breytingar verða til þess að sumar verslanir geti tekið á móti færra fólki en áður. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki. Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01