Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 18:59 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira