Innlent

Gagnrýni á bóluefnakaup Íslendinga í Víglínunni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, telur að íslensk stjórnvöld eigi að leita til fleiri lyfjafyrirtækja en Pfizer og skoða möguleikann á samstarfi til að hægt verði að ljúka bólusetningum fyrr hér á landi.

Hann gagnrýnir að treyst sé að samflot með Evrópusambandinu í bóluefnakaupum. Rætt verður við Björn Rúnar í Víglínunni sem sýnd verður í opinni dagskrá klukkan 17:40 á Stöð 2 og Vísi.

Einnig koma þau Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, og fara yfir stöðuna í bólusetningum og þingveturinn framundan.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.vísir/Einar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×