Enski boltinn

Brighton áfram eftir sex varin víti í vítakeppni

Ísak Hallmundarson skrifar
Steele var hetja Brighton í vítakeppninni.
Steele var hetja Brighton í vítakeppninni. getty/Nick Potts

Brighton rétt skreið áfram í FA-bikarnum þegar liðið fór í heimsókn til D-deildarliðsins Newport County. Jason Steele, markvörður Brighton, varði fjórar vítaspyrnur.

Allt stefndi í markalaust jafntefli þar til Solly March kom Brighton yfir í uppbótartíma. Newport náði síðan óvænt að jafna metin á sjöttu mínútu uppbótartíma með sjálfsmarki Adam Webster.

Ekkert var skorað í framlengingu og því þurfti vítakeppni til að knýja fram úrslit. Jason Steele varði fyrstu tvær vítaspyrnur Newport en Neal Maupay lét verja frá sér og Yves Bissouma skaut í stöng og út. 

Leandro Trossard gat tryggt Brighton sigurinn með fimmtu vítaspyrnunni en lét verja frá sér. Bæði lið voru búin að skora úr tveimur en klúðra þremur vítum og því þurfti bráðabana.

Jason Steele varði sína fjórðu vítaspyrnu í bráðabananum og það var enginn annar en Adam Webster sem tryggði Brighton áfram með síðustu vítaspyrnunni. Brighton fer því áfram í fjórðu umferð keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×