Segir að fullt af leikmönnum vilji ekki koma til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 09:00 Er það kannski ekki eins spennandi og margur heldur að verða liðsfélagar þeirra Jordan Henderson, Sadio Mané, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino hjá Liverpool. Getty/ John Powell Aðalskúbbarinn í Evrópufótboltanum heldur því fram að leikmenn hafi ekki áhuga á því að koma til Liverpool undir núverandi kringumstæðum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira