Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2021 20:04 Hestarnir hjá Katrínu háma í sig jólatrén og eru hæst ánægðir með að fá að njóta trjánna, sem fólk hafði inni í stofu hjá sér um jólin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sex hestar í Þorlákshöfn lifa sældarlífi þessa dagana því þeir fá að éta jólatré út í gerðinu sínu, sem þeir gera með bestu lyst. Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn Ölfus Hestar Jól Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn
Ölfus Hestar Jól Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira