Ríkisbankar, bankar í einkaeigu – Ríkisábyrgðir? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2021 08:01 Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun