Burstaði pabba sinn í sögulegum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 09:30 Feðginin Dave og Maureen Magarity fylgdu sóttvarnarreglum fyrir leik. Twitter/@HCrossWBB Maureen Magarity fór heldur betur illa með föður sinn í fyrsta uppgjöri þjálfarafeðgina í sögu fyrstu deildar bandaríska háskólakörfuboltans. Maureen Magarity stýrði liði Holy Cross til 80-46 stórsigurs á liði Army um helgina. Leikurinn og úrslitin væru kannski ekki mikið fréttaefni ef að sagan hefði ekki verið skrifuð í umræddum leik. Þetta er í fyrsta sinn í sögu efstu deildar háskólakörfuboltans þar sem faðir og dóttir þjálfa á móti hvoru öðru. Extra special weekend for @CoachMagarityHC and @HCrossWBB as Crusaders beat Army twice and Maureen Magarity earns family bragging rights. @GoHolyCross @PatriotLeague @WACBAHoops @tgsports https://t.co/VY2lx4xaZg— Jennifer Toland (@JenTandG) January 11, 2021 Dave Magarity átti þó fá svör við liði dóttur sinnar en hann fær tækifæri til að hefna strax um næstu helgi þegar liðin mætast aftur. Það fylgir þó sögunni að aðrir fjölskyldumeðlimir fengu ekki að mæta á þennan sögulega leik vegna strangra sóttvarnarreglna. Maureen Magarity hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari hjá föður sínum og unnu þau þar saman fjögur tímabil. Army West Point head coach David Magarity and Holy Cross coach Maureen Magarity make history as the first father-daughter coaching match during a Division I basketball game; Maureen won the first round out of a four-game match up. @janai has the details. https://t.co/T7BBOLyS3M pic.twitter.com/ShRXn2tB2H— Good Morning America (@GMA) January 10, 2021 Dave Magarity heldur upp á 71 árs afmælið sitt og hafði lengstum þjálfað strákalið. Hann tók hins vegar við Army kvennaliðinu árið 2006 þegar þjálfari þess, Maggie Dixon, lést skyndilega. Dixon hafði áður boðið dóttur hans aðstoðarþjálfarastöðu hjá liðinu en Maureen var þá bara 25 ára gömul. Þau unnu því saman í nokkur ár áður en hún fékk sitt fyrsta aðalþjálfarastarf. Leiðir liða þeirra lágu svo saman í fyrsta sinn um helgina. Maureen Magarity er 39 ára gömul og er á sínu fyrsta ári með lið Holy Cross. Hún hafði áður þjálfað hjá New Hampshire skólanum í tíu ár. Army coach Dave Magarity faces Holy Cross coach Maureen Magarity this weekend in what is believed to be the first father-daughter coaching clash in D-I college basketball. We call it the ultimate #GirlDad moment. https://t.co/d9SeqxIjvZ— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) January 8, 2021 Körfubolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Maureen Magarity stýrði liði Holy Cross til 80-46 stórsigurs á liði Army um helgina. Leikurinn og úrslitin væru kannski ekki mikið fréttaefni ef að sagan hefði ekki verið skrifuð í umræddum leik. Þetta er í fyrsta sinn í sögu efstu deildar háskólakörfuboltans þar sem faðir og dóttir þjálfa á móti hvoru öðru. Extra special weekend for @CoachMagarityHC and @HCrossWBB as Crusaders beat Army twice and Maureen Magarity earns family bragging rights. @GoHolyCross @PatriotLeague @WACBAHoops @tgsports https://t.co/VY2lx4xaZg— Jennifer Toland (@JenTandG) January 11, 2021 Dave Magarity átti þó fá svör við liði dóttur sinnar en hann fær tækifæri til að hefna strax um næstu helgi þegar liðin mætast aftur. Það fylgir þó sögunni að aðrir fjölskyldumeðlimir fengu ekki að mæta á þennan sögulega leik vegna strangra sóttvarnarreglna. Maureen Magarity hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari hjá föður sínum og unnu þau þar saman fjögur tímabil. Army West Point head coach David Magarity and Holy Cross coach Maureen Magarity make history as the first father-daughter coaching match during a Division I basketball game; Maureen won the first round out of a four-game match up. @janai has the details. https://t.co/T7BBOLyS3M pic.twitter.com/ShRXn2tB2H— Good Morning America (@GMA) January 10, 2021 Dave Magarity heldur upp á 71 árs afmælið sitt og hafði lengstum þjálfað strákalið. Hann tók hins vegar við Army kvennaliðinu árið 2006 þegar þjálfari þess, Maggie Dixon, lést skyndilega. Dixon hafði áður boðið dóttur hans aðstoðarþjálfarastöðu hjá liðinu en Maureen var þá bara 25 ára gömul. Þau unnu því saman í nokkur ár áður en hún fékk sitt fyrsta aðalþjálfarastarf. Leiðir liða þeirra lágu svo saman í fyrsta sinn um helgina. Maureen Magarity er 39 ára gömul og er á sínu fyrsta ári með lið Holy Cross. Hún hafði áður þjálfað hjá New Hampshire skólanum í tíu ár. Army coach Dave Magarity faces Holy Cross coach Maureen Magarity this weekend in what is believed to be the first father-daughter coaching clash in D-I college basketball. We call it the ultimate #GirlDad moment. https://t.co/d9SeqxIjvZ— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) January 8, 2021
Körfubolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira