Rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum á tímum faraldurs Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 10:42 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn. Vísir/Vilhelm Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en 0,7% hækkun mældist á leiguverði milli mánaða í nóvember. Tölur desembermánaðar liggja ekki enn fyrir. Að sögn hagfræðideildar bankans var almennt talsvert rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum eftir að áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 fór að gæta hér á landi. Sé litið til 12 mánaða hækkunar sést að frá því í mars hefur hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði og hefur munurinn aukist. Áhrif faraldursins dregið úr verðþrýstingi „Veirufaraldurinn hefur haft tvíþætt áhrif á leigumarkaðinn í það minnsta. Fyrir það fyrsta hafa vextir lækkað sem viðbragð við þeirri kreppu sem faraldurinn orsakaði. Það hefur auðveldað fasteignakaup og þar með hugsanlega dregið úr eftirspurn eftir húsnæði til leigu. Faraldurinn hefur einnig gert það að verkum að ferðamönnum fækkaði verulega og mikill fjöldi Airbnb íbúða fékk annars konar notkun,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Aukið framboð og minni eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi því verulega dregið úr verðþrýstingi á leigumarkaði. Fleiri í eigin húsnæði Fram kemur í niðurstöðum könnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að 19% leigjenda telji framboð leiguhúsnæðis sem hentar sér og sinni fjölskyldu vera mjög eða frekar mikið, samanborið við 12% fyrir ári síðan. Einnig má þar greina hlutfallslega aukningu meðal leigjenda sem átti auðvelt með að útvega sér leiguhúsnæði. Hlutfallið er nú um 52% en var 48% fyrir ári síðan. Er þetta vísbending um að framboð á leiguhúsnæði hafi aukist. „Tæplega 13% einstaklinga 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt rannsóknum HMS samanborið við tæp 17% áður en faraldurinn hófst. Hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði hefur hækkað úr 70% fyrir útbreiðslu faraldursins í 73%. Þetta bendir til þess að leigjendum hafi mörgum gefist kostur á að kaupa sér fasteign á síðustu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að óljóst sé hvort um varanlega breytingu sé að ræða á leigumarkaðnum. Þó telur hagfræðideildin líklegt að leigjendur muni áfram streyma í eigið húsnæði á næstu árum, meðal annars með með stuðningi frá stjórnvöldum í gegnum hlutdeildarlán. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigumarkaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22 Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en 0,7% hækkun mældist á leiguverði milli mánaða í nóvember. Tölur desembermánaðar liggja ekki enn fyrir. Að sögn hagfræðideildar bankans var almennt talsvert rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum eftir að áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 fór að gæta hér á landi. Sé litið til 12 mánaða hækkunar sést að frá því í mars hefur hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði og hefur munurinn aukist. Áhrif faraldursins dregið úr verðþrýstingi „Veirufaraldurinn hefur haft tvíþætt áhrif á leigumarkaðinn í það minnsta. Fyrir það fyrsta hafa vextir lækkað sem viðbragð við þeirri kreppu sem faraldurinn orsakaði. Það hefur auðveldað fasteignakaup og þar með hugsanlega dregið úr eftirspurn eftir húsnæði til leigu. Faraldurinn hefur einnig gert það að verkum að ferðamönnum fækkaði verulega og mikill fjöldi Airbnb íbúða fékk annars konar notkun,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Aukið framboð og minni eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi því verulega dregið úr verðþrýstingi á leigumarkaði. Fleiri í eigin húsnæði Fram kemur í niðurstöðum könnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að 19% leigjenda telji framboð leiguhúsnæðis sem hentar sér og sinni fjölskyldu vera mjög eða frekar mikið, samanborið við 12% fyrir ári síðan. Einnig má þar greina hlutfallslega aukningu meðal leigjenda sem átti auðvelt með að útvega sér leiguhúsnæði. Hlutfallið er nú um 52% en var 48% fyrir ári síðan. Er þetta vísbending um að framboð á leiguhúsnæði hafi aukist. „Tæplega 13% einstaklinga 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt rannsóknum HMS samanborið við tæp 17% áður en faraldurinn hófst. Hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði hefur hækkað úr 70% fyrir útbreiðslu faraldursins í 73%. Þetta bendir til þess að leigjendum hafi mörgum gefist kostur á að kaupa sér fasteign á síðustu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að óljóst sé hvort um varanlega breytingu sé að ræða á leigumarkaðnum. Þó telur hagfræðideildin líklegt að leigjendur muni áfram streyma í eigið húsnæði á næstu árum, meðal annars með með stuðningi frá stjórnvöldum í gegnum hlutdeildarlán.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigumarkaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22 Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22
Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00