Bandarískt fyrirtæki festir kaup á LS Retail Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 14:48 Magnus Norddahl, forstjóri LS Retail. Mynd/LS Retail Bandaríska fyrirtækið Aptos hefur undirritað samning um kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail sem sérhæfir sig í þróun verslunar- og afgreiðslukerfa. Í tilkynningu frá LS Retail er Aptos sagt vera leiðandi fyrirtæki í tæknilausnum fyrir verslanir og að íslenska fyrirtækið verði starfrækt sem sjálfstæð eining innan Aptos samstæðunnar. Aptos sinni nú yfir þúsund viðskiptavinum sem reka yfir 135 þúsund verslanir í yfir 65 löndum. Fyrirhuguð kaup Aptos fylgja í kjölfar kaupa Goldman Sachs Merchant Banking Division á Aptos á síðasta ári. „Sameiginlega munu Aptos og LS Retail verða enn betur í stakk búin til að veita heildstæðar lausnir og þjónustu fyrir breiðari hóp verslana og þjónustufyrirtækja um allan heim.“ Starfsmenn Aptos eru um 1.250 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Atlanta í Bandaríkjunum, en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Evrópu og Asíu. LS Retail er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Asíu, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku. Hjá félaginu starfa um 250 manns. Hugbúnaður LS Retail í yfir 80 þúsund verslunum og veitingastöðum Lausnir LS Retail eru nú seldar og afhentar af samstarfsaðilum LS Retail til yfir 80.000 verslana og veitingastaða í meira en 140 löndum, segir í tilkynningu. Viðskiptavinahópur LS Retail nær meðal annars til tískuverslanakeðja, raftækjaverslana, húsgagnaverslana, veitingastaða, hótela, kaffihúsa, apóteka og bensínstöðva. „Samsettur viðskiptavinahópur fyrirtækjanna tveggja á sér vart hliðstæðu í þessum geira sé litið til markaðshlutdeildar og reynslu þeirra í að sinna verslun og þjónustu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir að heimsfaraldurinn hafi hraðað breytingum í viðskiptaumhverfinu. „Fyrirtæki þurfa lausnir sem veita þeim þekkingu, innsýn og vissu. Stafvæðing (e. digitalization) er orðin enn brýnni en áður og þörfin fyrir heildstæðar viðskiptalausnir er meira knýjandi en nokkru sinni fyrr. Þarna eru LS Retail og Aptos í fremstu röð, og þessi þróun er tækifæri til að auka markaðshlutdeild fyrirtækjanna og hjálpa fleiri viðskiptavinum um allan heim,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Hlakka til að hraða vexti fyrirtækisins „Það fyllir okkur bjartsýni að Aptos, með sína miklu reynslu hvað varðar umbreytingu í skýjalausnir og samþætta netverslun, hafi valið að fara í samstarf við okkur til að ýta frekar undir vöxt okkar á alþjóðamarkaði,“ segir Magnús. Pete Sinisgalli, forstjóri Aptos, segist hlakka til að vinna með stjórnendum LS Retail að því að hraða frekari vexti fyrirtækisins. „Að fá LS Retail inn í Aptos fjölskylduna gerir okkur betur kleift að skila áþreifanlegum ávinningi til viðskiptavina okkar, þar sem það bætir við okkar þekkingu og auðlindir, fjölgar þeim geirum sem við náum til og víkkar út okkar markaðssvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Tengdar fréttir Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Aptos sinni nú yfir þúsund viðskiptavinum sem reka yfir 135 þúsund verslanir í yfir 65 löndum. Fyrirhuguð kaup Aptos fylgja í kjölfar kaupa Goldman Sachs Merchant Banking Division á Aptos á síðasta ári. „Sameiginlega munu Aptos og LS Retail verða enn betur í stakk búin til að veita heildstæðar lausnir og þjónustu fyrir breiðari hóp verslana og þjónustufyrirtækja um allan heim.“ Starfsmenn Aptos eru um 1.250 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Atlanta í Bandaríkjunum, en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Evrópu og Asíu. LS Retail er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Asíu, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku. Hjá félaginu starfa um 250 manns. Hugbúnaður LS Retail í yfir 80 þúsund verslunum og veitingastöðum Lausnir LS Retail eru nú seldar og afhentar af samstarfsaðilum LS Retail til yfir 80.000 verslana og veitingastaða í meira en 140 löndum, segir í tilkynningu. Viðskiptavinahópur LS Retail nær meðal annars til tískuverslanakeðja, raftækjaverslana, húsgagnaverslana, veitingastaða, hótela, kaffihúsa, apóteka og bensínstöðva. „Samsettur viðskiptavinahópur fyrirtækjanna tveggja á sér vart hliðstæðu í þessum geira sé litið til markaðshlutdeildar og reynslu þeirra í að sinna verslun og þjónustu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir að heimsfaraldurinn hafi hraðað breytingum í viðskiptaumhverfinu. „Fyrirtæki þurfa lausnir sem veita þeim þekkingu, innsýn og vissu. Stafvæðing (e. digitalization) er orðin enn brýnni en áður og þörfin fyrir heildstæðar viðskiptalausnir er meira knýjandi en nokkru sinni fyrr. Þarna eru LS Retail og Aptos í fremstu röð, og þessi þróun er tækifæri til að auka markaðshlutdeild fyrirtækjanna og hjálpa fleiri viðskiptavinum um allan heim,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Hlakka til að hraða vexti fyrirtækisins „Það fyllir okkur bjartsýni að Aptos, með sína miklu reynslu hvað varðar umbreytingu í skýjalausnir og samþætta netverslun, hafi valið að fara í samstarf við okkur til að ýta frekar undir vöxt okkar á alþjóðamarkaði,“ segir Magnús. Pete Sinisgalli, forstjóri Aptos, segist hlakka til að vinna með stjórnendum LS Retail að því að hraða frekari vexti fyrirtækisins. „Að fá LS Retail inn í Aptos fjölskylduna gerir okkur betur kleift að skila áþreifanlegum ávinningi til viðskiptavina okkar, þar sem það bætir við okkar þekkingu og auðlindir, fjölgar þeim geirum sem við náum til og víkkar út okkar markaðssvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Tengdar fréttir Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur