Solskjær: Gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar Paul Pogba eftir að franski landsliðsmaðurinn hafði tryggt Manchester United öll þrjú stigin. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær er búinn að koma liði Manchester United á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í langan tíma og næst á dagskrá er heimsókn til Englandsmeistara Liverpool um næstu helgi. Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira