Valskonur endurheimta þrjár af þeim bestu í deildinni: Þetta breyttist á 102 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 10:31 Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa spilað saman með landsliðinu en hafa verið andstæðingar í félagsliðum. Þegar deildin hefst á ný spilar þær í fyrsta sinn saman með félagsliði. Hér sækir Helena að Hildi þegar þær voru í Val og KR. Vísir/Daníel Þór Domino´s deild kvenna í körfubolta hefst á nýjan leik í kvöld með heilli umferð. Þetta verða fyrstu leikir deildarinnar í 102 daga. Vísir kannaði það betur hvaða breytingar hafa orðið á liðunum í deildinni síðan keppni var hætt í byrjun október. Tvö liðanna hafa nú sem dæmi loksins fengið bandaríska leikmanninn sem þau byrjuðu mótið án. Tveir evrópskir leikmenn hafa líka farið á milli íslenskra liða í þessu hléi. Þrjú lið í deildinni mæta hins vegar með alveg óbreytt lið frá því í haust en það eru lið Skallagríms, Hauka og Keflavíkur. Kórónuveiran var þegar búin að setja sinn svip á fyrstu umferðir Domino´s deildar kvenna í haust því liðin spiluðu ekki jafnmarga leiki í upphafi móts. Nýliðar Fjölnis unnu alla þrjá leiki sína en voru bara eitt af þremur liðum sem lék þrjá leiki. Hin voru Haukar og Breiðablik. Breiðablik vann reyndar einn af þremur leikjum sínum en tapaði honum síðan 20-0 á kæru eftir að hafa notað leikmann sem átti eftir að taka út eins leiks bann síðan að keppni var hætt í mars. Þessi kæra færði Valskonum líka eina sigur sinn í upphafi móts en Valur spilaði bara tvo leiki eins og Skallagrímur, Snæfell og KR. Keflavíkurliðið náði hins vegar aðeins að spila einn leik vegna kórónuveirusmits í liðinu en Keflavík vann þann leik og er því eitt af þremur taplausum liðum ásamt Fjölni (3-0) og Skallagrími (2-0). Valskonur voru ekki sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa nú fengið svaka liðstyrk frá leikjunum í byrjun móts. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra eru nefnilega komnar til baka. Hin bandaríska Kiana Johnson missti af leikjunum í haust af því að hún var ekki komin til landsins, Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist á fingri og Helena Sverrisdóttir var í barneignarfríi. Allar hafa nú bæst við hópinn. Það er ljóst að þetta er mikil innspíting í leik Valsliðsins en þessir þrír leikmenn voru saman með 51,8 stig, 24,1 fráköst og 14,6 stoðsendingar að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra. Hildur var þá með KR en hinar tvær með Val. Tveir evrópskir leikmenn hafa skipt um félög frá því í haust. Fjölniskonur urðu líka að skipta út einum erlenda leikmanni sinum en sú hin sama, Fiona O'Dwyer hafði líka misst af tveimur af þremur leikjum Grafarvogsliðsins í haust. Fiona O'Dwyer óskaði eftir að losna undan samningi og í staðinn fékk Fjölnir hina portúgölsku Söru Djassi. Búlgarski bakvörðurinn Iva Georgieva byrjaði tímabilið með Snæfelli en er nú kominn til Breiðabliks. Hún fór af landinu en kom aftur eftir áramót og samdi við Blika. Litháinn Kamile Berenyte færði sig líka um set. Hún byrjaði tímabilið hjá KR en er nú komin til Snæfells. Snæfellsliðið hefur nú líka fengið til sín hina bandarísku Haiden Denise Palmer sem missti af leikjum liðsins í haust. KR-konur fá hins vegar bæði hina bandarísku Taryn McCutcheon og hina finnsku Anniku Holopainen til baka og auk þess er Ástrós Lena Ægisdóttir komin aftur heim frá Danmörku. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld. Útsending frá leik Fjölnis og Hauka hefst klukkan 18.05 en útsending frá leik Vals og Skallagríms hefst klukkan 20.10. Báðir leikir eru sýndir á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 og eru: Breiðablik-Keflavík og Snæfell-KR. Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar á liðunum átta síðan að deildin var sett í lás í október. Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Vísir kannaði það betur hvaða breytingar hafa orðið á liðunum í deildinni síðan keppni var hætt í byrjun október. Tvö liðanna hafa nú sem dæmi loksins fengið bandaríska leikmanninn sem þau byrjuðu mótið án. Tveir evrópskir leikmenn hafa líka farið á milli íslenskra liða í þessu hléi. Þrjú lið í deildinni mæta hins vegar með alveg óbreytt lið frá því í haust en það eru lið Skallagríms, Hauka og Keflavíkur. Kórónuveiran var þegar búin að setja sinn svip á fyrstu umferðir Domino´s deildar kvenna í haust því liðin spiluðu ekki jafnmarga leiki í upphafi móts. Nýliðar Fjölnis unnu alla þrjá leiki sína en voru bara eitt af þremur liðum sem lék þrjá leiki. Hin voru Haukar og Breiðablik. Breiðablik vann reyndar einn af þremur leikjum sínum en tapaði honum síðan 20-0 á kæru eftir að hafa notað leikmann sem átti eftir að taka út eins leiks bann síðan að keppni var hætt í mars. Þessi kæra færði Valskonum líka eina sigur sinn í upphafi móts en Valur spilaði bara tvo leiki eins og Skallagrímur, Snæfell og KR. Keflavíkurliðið náði hins vegar aðeins að spila einn leik vegna kórónuveirusmits í liðinu en Keflavík vann þann leik og er því eitt af þremur taplausum liðum ásamt Fjölni (3-0) og Skallagrími (2-0). Valskonur voru ekki sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa nú fengið svaka liðstyrk frá leikjunum í byrjun móts. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra eru nefnilega komnar til baka. Hin bandaríska Kiana Johnson missti af leikjunum í haust af því að hún var ekki komin til landsins, Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist á fingri og Helena Sverrisdóttir var í barneignarfríi. Allar hafa nú bæst við hópinn. Það er ljóst að þetta er mikil innspíting í leik Valsliðsins en þessir þrír leikmenn voru saman með 51,8 stig, 24,1 fráköst og 14,6 stoðsendingar að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra. Hildur var þá með KR en hinar tvær með Val. Tveir evrópskir leikmenn hafa skipt um félög frá því í haust. Fjölniskonur urðu líka að skipta út einum erlenda leikmanni sinum en sú hin sama, Fiona O'Dwyer hafði líka misst af tveimur af þremur leikjum Grafarvogsliðsins í haust. Fiona O'Dwyer óskaði eftir að losna undan samningi og í staðinn fékk Fjölnir hina portúgölsku Söru Djassi. Búlgarski bakvörðurinn Iva Georgieva byrjaði tímabilið með Snæfelli en er nú kominn til Breiðabliks. Hún fór af landinu en kom aftur eftir áramót og samdi við Blika. Litháinn Kamile Berenyte færði sig líka um set. Hún byrjaði tímabilið hjá KR en er nú komin til Snæfells. Snæfellsliðið hefur nú líka fengið til sín hina bandarísku Haiden Denise Palmer sem missti af leikjum liðsins í haust. KR-konur fá hins vegar bæði hina bandarísku Taryn McCutcheon og hina finnsku Anniku Holopainen til baka og auk þess er Ástrós Lena Ægisdóttir komin aftur heim frá Danmörku. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld. Útsending frá leik Fjölnis og Hauka hefst klukkan 18.05 en útsending frá leik Vals og Skallagríms hefst klukkan 20.10. Báðir leikir eru sýndir á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 og eru: Breiðablik-Keflavík og Snæfell-KR. Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar á liðunum átta síðan að deildin var sett í lás í október. Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté
Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira